Ísland þyrfti ekki að taka upp evru innan Evrópusambandsins

rangt

Ísland þyrfti ekki að taka upp evru frá fyrsta degi, en með aðild skuldbindur Ísland sig til upptöku evru síðar, [1] að uppfylltum Maastricht-skilyrðum og minnst tveggja ára þátttöku í ERM II án spennu, einkum gengisfellingar. Varanleg frestun á þátttöku í myntsamstarfinu gengi gegn markmiðum um heildarþátttöku í evrópsku myntbandalagi. Breytingar á sáttmálanum, á borð við þá undanþágu sem Danir fengu, eru ekki raunhæfur kostur.

Öll ríki sem hafa gengið í Evrópusambandið eftir gildistöku Maastricht-sáttmálans frá 1993, að Danmörku undanskilinni, [2] skuldbinda sig til að taka upp evru þegar þau fullnægja samrunaskilyrðin, svonefnd Maastricht-skilyrði. [1] Í framkvæmd er þessu náð með því að viðkomandi ríki taki þátt í gengissamstarfinu ERM II [3] og haldi gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart evru í að minnsta kosti tvö ár, ásamt því að uppfylla hin efnahagslegu Maastricht viðmið ESB um verðbólgu, ríkisfjármál og vexti. Ekki er krafist að þetta gerist samstundis við aðild, en skuldbindingin sjálf fylgir aðildinni. [4]

Danmörk fékk varanlega undanþágu frá upptöku evru árið 1992 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Maastricht var hafnað. [5] Undanþágan var sértæk fyrir Danmörk, formlega fest í sérstöku viðaukaákvæði sem bókun við stofnsáttmála ESB og hefur ekki verið endurtekin fyrir önnur ríki síðan. [4] Bretland hafði svipaða stöðu áður en það gekk úr ESB.

Svíþjóð, sem gekk í ESB árið 1995, fékk enga slíka undanþágu en hefur ekki tekið upp evru vegna þess að sænska krónan hefur ekki verið innan ERM II. [6] Framkvæmdastjórnin hefur í samrunaskýrslum bent á þetta en hingað til ekki knúið fram breytingu, [4] [7] meðal annars vegna þess að aðild að ERM II krefst samþykkis beggja aðila. Miðað við núverandi stefnu um að ný aðildarríki eigi að taka fullan þátt í myntbandalaginu er ekki sennilegt að sambærileg pólitísk frestun yrði í dag látin óátalin hjá nýju aðildarríki. [4]

Heimildir

  1. Framkvæmdastjórn ESB: Viðmið til að taka þátt í evrusamstarfinu
  2. Framkvæmdastjórn ESB: Hverjir eiga rétt á aðild og hvenær?
  3. Framkvæmdastjórn ESB: ERM II
  4. Framkvæmdastjórn ESB: Aðildarríki ESB utan evrusvæðisins
  5. Framkvæmdastjórn ESB: Danmörk og evran
  6. Framkvæmdastjórn ESB: Svíþjóð og evran
  7. Framkvæmdastjórn ESB: Samleitniskýrsla 2024
Birt 4. nóv. 2025. Síðast uppfært 19. nóv. 2025.