Fyrirvari

Markmið þessa vefs er að greina og meta fullyrðingar um Evrópumál í samhengi við Ísland út frá aðgengilegum gögnum og heimildum og stuðla þannig að upplýstri opinberri umræðu. Eftirfarandi tilvitnun fangar vel þessi háleitu markmið:

Þriðja atriðið er sannleikurinn. Skynsemina þyrstir eptir sannleíkanum vegna hanns sjálfs; hann er henni dýrmætari enn so, að hún í hvurt sinn spurji sig sjálfa, til hvurra nota hann sè; hann er sálinni eíns ómissandi og fæðan er líkamanum. Því skal verða höfð sèrleg aðgæzla á öllu sem leíðréttir skynseminnar dóma, og greíðir úr þeím hlutum, sem hugurinn er í vafa um. Við höfum fastlega ásett, að fara því eínu fram, sem við höldum rètt að vera, og ætíð reýna til af bezta megni að leíta sannleíkans. Við skulum þessvegna eíns kostgæfilega forðast að halla sannleíkanum, móti betri vitund, til að styðja nokkurt mál, eínsog okkur þýkir ótilhlýðilegt, að þegja yfir honum, þó hann kynni að baka okkur mótmæli og óvináttu sumra manna.
Úr Ávarpi, 1. árgangi Fjölnis árið 1835

Að því sögðu er vert að taka fram að efnistök geti óhjákvæmilega litast af skoðunum og gildismati höfundar, sem er sannarlega ekki sannfærður um ágæti mögulegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Ritstjórn og umsjón

Lesendur eru hvattir til að senda ábendingar, leiðréttingar eða athugasemdir ef þeir rekast á eitthvað sem betur mætti fara; slíkar ábendingar eru vel þegnar og teknar til skoðunar.

Haukur Páll Hallvarðsson · hph@hph.is